Hvernig er fyrsta skiptið.....í kafi?

 

Ef þú vilt upplifa ótrúlegar tilfinningar, eins og anda í kafi og njóta alls þess sem er neðansjávar þá höfum við frábæra aðferð til þess- jafnvel þó þú hafir enga reynslu af köfun og sért ekki frábær sundmaður.

 

Köfun er fyrir alla sem eru eldri en 10 ára. Panta tíma í síma eða tölvupósti. Samið er um tíma og við getum sótt ykkur og skutlað til baka hvert sem þið viljið án auka gjalds.

 Starfsmaður frá okkur kemur með í kafanirnar og hver starfsmaður fylgjast með 2 einstaklingum í mesta lagi.

 Fyrsta köfunin á sér stað frá ströndinni. Það þýðir nýjir kafarar nægann tíma til laga sig þeirri nýju upplifun  kafa, og á sama tíma njóta neðansjávar lífssins.

 Á köfunardegi er fyllt út eyðublað um heilsufar og hafin grunnkennsla í undirbúning fyrir köfunn. Í þeirri kennslu eru kennd aðalatriði köfunar, s.s hvernig á að anda, synda, notkun köfunarbúnaðar og samskipti neðansjávar. Við svörum svo öllum spurningum sem þið hafið.

  Seinni hluti námskeiðsins á sér stað á "Las Vistas" ströndinni, sem er einungis 100m frá stöðinni. þar er kennt að anda í vatninu og hvernig á að synda og hreyfa sig í vatninu. Byrjendur geta haldið í hönd kennarans uns þú ert öruggur og reynslan verður þægindin ein.

 Þegar þú hefur lært aðal atriðin og upplifir þig nógu örugga/öruggann verður farið í fyrsta köfunarleiðangurinn sem er í rúmar 45 mínútur. Köfun gefur þér tækifæri til að upplifa dýra og plöntulíf atlantshafsins á annan hátt en þú hefur ímyndað þér að gera.

 Fyrir alla þá sem vilja muna eftir þessarri reynslu þá bjóðum við uppá myndatökur og myndbanda upptöku.

 VIÐ LOFUM EINSTAKRI OG ÓGLEYMANLEGRI REYNSLU!!!